fimmtudagur, febrúar 23, 2006

Litríkar dömur í þjóðbúningum

Annars rólegur dagur hér í Cuzco, slakað á og horft á fótboltaleik á írskum bar, sáum kröfugöngur og vatnsslag. Kröfugöngur því að í dag voru ríkisstarfsmenn í verkfalli út um allt land og hafði það meðal annars áhrif á samgöngur. Vatnsslagurinn er hluti af kjötkveðjunni hér.
Við förum til Lima eldsnemma í fyrramálið.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég sá nokkur lama uppí fjalli,en það trúir mér enginn. austurríki ekki bláfj.

Nafnlaus sagði...

Vá, var að skoða allar myndirnar, þvílíkt ævintýri... mig langar í svona ferðalag, hlýtur að vera frábært í alla staði!

Því miður komumst við ekki í afmælið 4. mars, hefði verið svo gaman að koma, Sölvi verður á leik útí barcelona, ég verð víst að passa... En góða skemmtun.

Kær kveðja Sigrún og Snædís Petra.

Nafnlaus sagði...

Gulli og Erna í framtíðinni ?

Nafnlaus sagði...

Ég varð víst að tilkynna að ég komist ekki til Madrid. Ég hreinlega kemst ekki sökum anna í vinnunni. Það hefði verið gaman að hittast en við sjáumst nú örugglega þegar ég kíki á skerið 24. mars næstkomandi og verð til 29. mars.

Heyrumst

Addi

Erna Mjöll Grétarsdóttir sagði...

Leiðinlegt að þið komist ekki í partýið, við kíkjum á ykkur út á Álftanes við tækifæri.

Addi við verðum þá bara að hittast heima á klakanum, annars er kjötkveðjuhátíðin í fullum gangi um helgina í Madrid og væntanlega hjá þér líka.